Ferðamenn komi ekki til landsins til að ganga í halarófu á Laugavegi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 22:01 Þorgerður María Þorbjarnardóttir er formaður Landverndar. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Landverndar telur að bregðast þurfi við miklum straumi ferðamanna hingað til lands. Útlit er fyrir að árið í ár muni topp metárið 2018. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06