Ferðamenn komi ekki til landsins til að ganga í halarófu á Laugavegi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 22:01 Þorgerður María Þorbjarnardóttir er formaður Landverndar. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Landverndar telur að bregðast þurfi við miklum straumi ferðamanna hingað til lands. Útlit er fyrir að árið í ár muni topp metárið 2018. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06