Hamrarnir vilja meira fyrir Rice en Skytturnar eru að bjóða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2023 13:31 Sambandsdeildarmeistarinn Rice er eftirsóttur. Richard Heathcote/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur neitað fyrsta tilboði Arsenal í enska miðjumanninn Declan Rice. Englandsmeistarar Manchester City fylgjast náið með gangi mála. Arsenal hefur verið með hinn 24 ára gamla Rice á óskalista sínum í dágóða stund nú. Í dag var staðfest að Skytturnar hefðu boðið í leikmanninn en Hamrarnir hafi neitað tilboðinu þá og þegar. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic. EXCL: Arsenal have made opening offer to sign Declan Rice from West Ham. Tim Lewis & Karren Brady held talks at PL AGM (though Edu + Richard Garlick leading process). Man City now actively exploring own approach for 24yo @TheAthleticFC #WHUFC #AFC #MCFC https://t.co/pAYw3zTU7t— David Ornstein (@David_Ornstein) June 15, 2023 Eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á dögunum staðfesti David Sullivan, eigandi Hamranna, að Rice hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og að hann myndi yfirgefa það í sumar. Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum við West Ham er talið að félagið vilji meira en 100 milljónir punda [17,5 milljarða íslenskra króna] fyrir miðjumanninn öfluga. Í febrúar sagði David Moyes að það þyrfti að Rice yrði að öllum líkindum dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en skömmu áður hafði Chelsea keypt Enzo Fernandes á 107 milljónir punda. Rice hóf að spila með West Ham árið 2017 og hefur alls spilað 245 leiki fyrir félagið. Hann er uppalinn hjá Chelsea en gæti í haust spilað fyrir þriðja Lundúnafélagið. Það er ef Manchester City stígur ekki inn en Englandsmeistararnir eru taldir vera að vega og meta hvort þeir vilji bjóða í leikmanninn eður ei. Manchester City are actively exploring an approach for Declan Rice, according to reports— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Gæti farið svo að Kalvin Phillips færi í hina áttina en hann gekk til liðs við Man City síðasta sumar en hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Arsenal hefur verið með hinn 24 ára gamla Rice á óskalista sínum í dágóða stund nú. Í dag var staðfest að Skytturnar hefðu boðið í leikmanninn en Hamrarnir hafi neitað tilboðinu þá og þegar. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic. EXCL: Arsenal have made opening offer to sign Declan Rice from West Ham. Tim Lewis & Karren Brady held talks at PL AGM (though Edu + Richard Garlick leading process). Man City now actively exploring own approach for 24yo @TheAthleticFC #WHUFC #AFC #MCFC https://t.co/pAYw3zTU7t— David Ornstein (@David_Ornstein) June 15, 2023 Eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á dögunum staðfesti David Sullivan, eigandi Hamranna, að Rice hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og að hann myndi yfirgefa það í sumar. Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum við West Ham er talið að félagið vilji meira en 100 milljónir punda [17,5 milljarða íslenskra króna] fyrir miðjumanninn öfluga. Í febrúar sagði David Moyes að það þyrfti að Rice yrði að öllum líkindum dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en skömmu áður hafði Chelsea keypt Enzo Fernandes á 107 milljónir punda. Rice hóf að spila með West Ham árið 2017 og hefur alls spilað 245 leiki fyrir félagið. Hann er uppalinn hjá Chelsea en gæti í haust spilað fyrir þriðja Lundúnafélagið. Það er ef Manchester City stígur ekki inn en Englandsmeistararnir eru taldir vera að vega og meta hvort þeir vilji bjóða í leikmanninn eður ei. Manchester City are actively exploring an approach for Declan Rice, according to reports— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Gæti farið svo að Kalvin Phillips færi í hina áttina en hann gekk til liðs við Man City síðasta sumar en hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01