Meistararnir byrja titilvörnina gegn Jóa Berg og félögum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 09:01 Vincent Kompany er þjálfari Jóa Berg hjá Burnley, en einnig fyrrverandi leikmaður Manchester City og goðsögn hjá félaginu. Michael Regan/Getty Images Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins. Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Fótboltaþyrstir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru yfirleitt varla búnir að jafna sig á sigrum og töpum síðasta tímabils þegar þeir eru farnir að huga að næsta tímabili og þeir bíða oft spenntir eftir því að sjá hvernig leikjum verður raðað niður. Leikjaniðurröðunin var birt nú fyrir skemmstu og hér fyrir neðan verður stiklað á stóru og lesendum bent á einhverja stórleiki næsta tímabils. Titilvörnin hefst í Burnley Jóhann Berg og félagar í Burnley fá það öfundsverða verkefni að verða fyrsta liðið til að mæta Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar föstudagskvöldið 11. ágúst næstkomandi. Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City, er þjálfari Burnley. 🚨 OFFICIAL 🚨Here is the opening set of Premier League fixtures for the 23/24 season 🙌 pic.twitter.com/0Il3ql7fBc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Stærsti leikur fyrstu umferðarinnar er þó líklega viðureign Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge þar sem nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, stýrir liðinu í fyrsta sinn í deildinni. Stærstu liðin á minnsta vellinum Saga Luton Town hefur vakið verðskuldaða athygli knattspyrnuáhugamanna og liðið er komið aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er þó völlur liðsins sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hann tekur aðeins rétt rúmlega tíu þúsund manns í sæti. Stórlið Englands þurfa því að sætta sig við að fá fáa miða á útileiki gegn Luton, en liðið tekur á móti Tottenham 7. október, Liverpool 4. nóvember, Arsenal 5. desember, Manchester City 9. desember, Chelsea 30. desember og Manchester United 17. febrúar. Einn af inngöngum á Kenilworth Road, heimavöll Luton Town.Joe Giddens/PA Images via Getty Images Stóru nágrannaslagirnir Þá hafa einnig margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar mikinn áhuga á því að vita hvenær stærstu nágrannaslagir deildarinnar fara fram. Hér verður farið yfir stærstu Lundúnaslagina, Manchester-slagina og slag Liverpool við Manchester-liðin. Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar má svo sjá á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér. Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Arsenal - Tottenham 23. september Chelsea - Arsenal 21. október Manchester United - Manchester City 28. október Tottenham - Chelsea 4. nóvember Manchester City - Liverpool 25. nóvember Liverpool - Manchester United 16. desember Chelsea - Tottenham 24. febrúar Manchester City - Manchester United 2. mars Liverpool - Manchester City 9. mars Arsenal - Chelsea 16. mars Manchester United - Liverpool 6. apríl Tottenham - Arsenal 27. apríl
Enski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira