Man United hefur sýnt hinum 24 ára gamla Mount mikinn áhuga að undanförnu en samningur leikmannsins við uppeldisfélagið rennur út næsta sumar. Talið er næsta öruggt að Mount skrifi ekki undir nýjan samning á Brúnni og er því orðaður burt frá félaginu.
Talið er að Mount og Man Utd þegar komist að samkomulagi varðandi kjör leikmannsins en Man Utd og Chelsea hafa ekki enn komist að sameiginlegri niðurstöðu er varðar kaupverð.
Manchester United have had a £40 million bid for Chelsea's Mason Mount rejected. https://t.co/QEAUwAGKah@Matt_Law_DT
— Alex Shaw (@AlexShawTel) June 14, 2023
Á miðvikudag bauð Man United 40 milljónir sterlingspunda [7 milljarða íslenskra króna] í leikmanninn en talið er að Chelsea vilji fá að lágmarki 70 milljónir sterlingspunda [12,2 milljarða íslenskra króna] fyrir leikmanninn.
Manchester United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og komst í úrslit FA-bikarkeppninnar. Chelsea endaði í 12. sæti.