Þetta segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að hópurinn, tvær konur og einn karlmaður, hafi valið hefðbundna gönguleið á fjallið, en þegar þau voru komin nokkuð upp í fjallið, hafi þau þau út af leiðinni og stefnt undir klettabelti, sem þau töldu færa leið.
Þegar þau höfðu lesið sig upp undir klettabeltið með aðstoð spotta sem var með í för, hafi þau átta sig á að lengra yrði vart haldið. Konurnar tvær hafi ekki treyst sér til að halda áfram og þá hafi verið farið fram á aðstoð björgunarsveitar.

Hópur frá Stefáni hafi haldið á fjallið og fljótlega verið kominn til þeirra. Nokkurn tíma hafi þó tekið að tryggja niðurgöngu þeirra svo vel væri, en þarna hafi fjallið verið laust í sér og töluverð hætta af og á grjóthruni.
„Eins og sést á myndunum sem fylgja eftirlét björgunarfólk nokkuð af fatnaði sínum, enda konunum farið að kólna talsvert. Þær voru svo aðstoðaðar niður, önnur í einu, í samfloti við björgunarmann. Ekki var þörf á að aðstoða þriðja aðilann, sem gat lagt hönd á plóg við björgunaraðgerðir. Allir voru komnir niður heilir á húfi undir miðnætti,“ segir í tilkynningu.