„Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 13:23 Ágúst Jóhannsson framlengdi á dögunum samning sinn við Val til 2027. vísir/anton Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, segir að það yrði mjög stórt fyrir liðið að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta kvenna. Valur hefur sótt um þátttöku í keppninni. „Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira