„Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 13:23 Ágúst Jóhannsson framlengdi á dögunum samning sinn við Val til 2027. vísir/anton Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, segir að það yrði mjög stórt fyrir liðið að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta kvenna. Valur hefur sótt um þátttöku í keppninni. „Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira