Eldarnir í Kanada stærri en áður og kvikna mun fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 09:25 Slökkviliðsmaður berst við skógarelda á Nýfundnalandi. AP Gífurlega umfangsmiklir og margir gróður- og skógareldar hafa logað í Kanada í vor og í sumar. Eldarnir eru stærri og fyrr á ferðinni en áður. Þá hafa þeir logað víðsvegar um landið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda. Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda.
Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira