Í apríl stöðvaði lögreglan Sergio Pena, miðjumann Malmö, fyrir hraðakstur. Hann var færður á lögreglustöð og látinn blása. Þá kom í ljós að hann var með áfengi í blóðinu. Jafnframt var hann bara með perúskt ökuskírteni en ekki sænskt.
Fyrir dómi sagðist Pena hafa farið út að borða með vinkonu sinni kvöldið þennan örlagaríka dag.
„Ég hélt að ég væri ekki drukkinn. Ég gerði mistök sem ég sé eftir en þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist. Að einhverju leyti var þetta mín sök því mér varð á í messunni. En ég er ekki glæpamaður,“ sagði Pena í réttarhöldunum.
Pena hefur fengið að spila með Malmö frá því atvikið átti sér stað en var sektaður um mánaðar laun.