Andstæðingar Blika sömdu við Maicon fyrir tveimur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 11:30 Maicon með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Inter á Bayern München í úrslitaleik keppninnar 2010. getty/Shaun Botterill Fyrstu andstæðingar Breiðabliks í forkeppni Meistaradeild Evrópu sömdu við gamla brasilíska stórstjörnu fyrir tveimur árum. Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks drógust gegn Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildarinnar. Forkeppnin verður leikin á Kópavogsvelli 27.-30. júní. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi Atletic Club d’Escaldes frá Andorra. Breiðablik er miklu sigurstranglegri enda er árangur Tre Penne í Evrópukeppnum afleitur. Liðið hefur spilað tuttugu Evrópuleiki, unnið einn en tapað nítján. Markatalan er 7-77. Eini sigurinn kom gegn Shirak frá Armeníu fyrir áratug. Forráðamenn Tre Penne verða þó ekki sakaðir um að reyna og fara óhefðbundnar leiðir til að næla í hagstæð úrslit í Evrópukeppnum. Fyrir tveimur árum (upp á dag á morgun) samdi Tre Penne nefnilega við Brasilíumanninn Maicon. Hann var þá fertugur og hafði síðast leikið með ítalska D-deildarliðinu Sona. Maicon, who became a European champion with Inter in 2010, has now completed an unlikely treble of appearing in the Champions League, Europa League & Conference League! Tonight he is in action for Tre Penne of San Marino in the UECL 1st Qualifying Round. pic.twitter.com/jJwMlIJ9dM— The Sweeper (@SweeperPod) July 8, 2021 Maicon var á sínum tíma besti hægri bakvörður heims og var meðal annars í lykilhlutverki í liði Inter sem vann þrennuna tímabilið 2009-10. Hann lék 76 landsleiki fyrir Brasilíu. Maicon var hjá Tre Penne í mánuð og lék tvo leiki með liðinu gegn Dinamo Batumi frá Georgíu í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Koma Maicons dugði Tre Penne þó skammt því liðið tapaði leikjunum tveimur, 7-0 samanlagt. Tre Penne er ekki eina liðið frá San Marinó sem hefur samið við gamla hetju til að hjálpa sér í Evrópukeppni. Landi Maicons, Aldair, lék með Murata á árunum 2007-10, þá kominn vel yfir fertugt. Damiano Tommasi, fyrrverandi samherji Aldairs hjá Roma, samdi svo við La Fiorita fjögur sumur í röð og lék með liðinu í Evrópukeppni. Ekki hafa enn borist fréttir af því að Tre Penne ætli að semja við gamla stjörnu til að hjálpa liðinu í baráttunni við Breiðablik en það væri ekki leiðinlegt að fá einhverja slíka á Kópavogsvöll undir lok mánaðarins.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira