Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 15:10 Hópur unglinga réðist á vagnstjóra, spörkuðu í hann og brutu gleraugu. Vísir/Vilhelm Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. „Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert. Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert.
Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira