Kærkomin hlý tunga í miðri viku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 11:15 Sigurður segir að á höfuðborgarsvæðinu megi búast við 14 eða 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Vísir/Vilhelm Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður. Veður 17. júní Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður.
Veður 17. júní Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent