Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 19:46 Verður Sancho ekki lengur Rauðu djöfull næsta vetur? Matthew Ashton/Getty Images Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Sancho er samningsbundinn Man United til ársins 2026 en átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. Fékk hann lengra leyfi en aðrir leikmenn í kjölfar HM í Katar þó svo að hann hafi ekki farið með enska landsliðinu á mótið. Hann komst aftur í náðina hjá Erik Ten Hag sem tjáði sig þó sem minnst um ástæður þess að leikmaðurinn hefði þurft lengra frí en aðrir leikmenn. Alls tók Sancho þátt í 41 leik, skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar þegar Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og fór alla leið í úrslit í ensku bikarkeppninni. Man United festi kaup á Sancho sumarið 2021 og borgaði fyrir hann 73 milljónir punda. Félagið er tilbúið að selja hann fyrir töluvert lægri upphæð en samkvæmt fregnum erlendis er Man Utd tilbúið að selja leikmanninn á 60 milljónir punda. Tottenham Hotspur er talið áhugasamt en hvort félagið sé tilbúið að borga uppsett verð er annað mál. Manchester United want close to £60m in order to consider selling Jadon Sancho in this summer s transfer window, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Sky Sports greinir frá því að Man United vilji fá Jordan Pickford, markvörð Everton og enska landsliðsins, í sínar raðir. Vill félagið bæta við sig markverði þó það sé talið líklegt að David De Gea sé við það að skrifa undir nýjan samning á talsvert lægri kjörum en hann hefur verið á undanfarin ár. Fari svo að De Gea verði áfram og Pickford mæti á Old Trafford þá myndu þeir tveir berjast um stöðuna í marki liðsins á meðan Tom Heaton yrði áfram þriðji markvörður. Dean Henderson er á förum frá félaginu og er talinn við það að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Manchester United are ready to move for England No.1 Jordan Pickford whether David De Gea leaves or not, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 11, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Sjá meira