Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld. STÖÐ 2

Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að þeim.

Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á fjármálamisferli.

Við heyrum í ættingja barnanna fjögurra sem saknað hafði verið í fjörutíu daga. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum.

Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá höfninni í Reykjavík þar sem stærðarinnar skemmtiferðaskip er staðsett, kíkjum á siglingarhátíð í Skerjafirði og hittum hrafn sem borðar pönnukökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×