Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 15:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður. Íslensk erfðagreining Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Science Advances á föstudag og segir Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, niðurstöðurnar áhugaverðar. „Það er í raun mjög lítið vitað um erfðaþætti sem hafa áhrif á rödd og tal. Þarna erum við að fara svolítið nýstárlega aðferð að hreinlega taka upp, tal Íslendinga og gera mælingar á þessum upptökum. Og finnum þarna fyrsta breytileikann sem hefur áhrif á tónhæð í röddinni. Það er í rauninni fyrsti breytileikinn sem við vitum til að hefur áhrif á tónhæð,“ segir Rósa. Hefur áhrif á konur og karla Athyglisvert sé að erfðabreytan, ABCC9, sem fannst í rannsókninni hafi áhrif á rödd karla og kvenna óháð líkamsstærð. „Sumum finnst það kannski koma svolítið að óvart af því við tengjum þetta við hormóna, við tengjum röddina við þegar strákar fara í mútur og svo framvegis og það er það sem er svolítið spennandi við þessa niðurstöðu er að við erum að læra eitthvað nýtt við þennan eiginleika. Að það eru engin augljós tengsl við hormóna út frá því hvað við vitum um þetta gen og svo framvegis,“ segir Rósa jafnframt. Samband tónhæðar og heilsu Það sé þó mögulegt þar sem sama erfðabreyta hafi líka áhrif á tjáningu á geni í nýrnahettum þar sem framleidd eru ýmis hormón sem geta haft áhrif á þessa tóna. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka nánar. Þá hafi sama erfðabreyta áhrif á hjarta og æðakerfi sem undirstrikar samband tónhæðar og líkamlegrar heilsu. „Ég held það sé mikilvægt að fólk viti að þetta sé kannski ekki augljós áhættuþáttur ef fólk er með hærri tónhæð þá ætti það ekki að hafa áhyggjur af því að það sé með háan púlsþrýsting eða eitthvað slíkt en þetta er mjög áhugaverð mynstur fyrir okkur að spá og spekúlera í,“ segir hún. Íslensk erfðagreining Heilsa Vísindi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Rannsóknin birtist í vísindaritinu Science Advances á föstudag og segir Rósa S. Gísladóttir, fyrsti höfundur greinarinnar og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, niðurstöðurnar áhugaverðar. „Það er í raun mjög lítið vitað um erfðaþætti sem hafa áhrif á rödd og tal. Þarna erum við að fara svolítið nýstárlega aðferð að hreinlega taka upp, tal Íslendinga og gera mælingar á þessum upptökum. Og finnum þarna fyrsta breytileikann sem hefur áhrif á tónhæð í röddinni. Það er í rauninni fyrsti breytileikinn sem við vitum til að hefur áhrif á tónhæð,“ segir Rósa. Hefur áhrif á konur og karla Athyglisvert sé að erfðabreytan, ABCC9, sem fannst í rannsókninni hafi áhrif á rödd karla og kvenna óháð líkamsstærð. „Sumum finnst það kannski koma svolítið að óvart af því við tengjum þetta við hormóna, við tengjum röddina við þegar strákar fara í mútur og svo framvegis og það er það sem er svolítið spennandi við þessa niðurstöðu er að við erum að læra eitthvað nýtt við þennan eiginleika. Að það eru engin augljós tengsl við hormóna út frá því hvað við vitum um þetta gen og svo framvegis,“ segir Rósa jafnframt. Samband tónhæðar og heilsu Það sé þó mögulegt þar sem sama erfðabreyta hafi líka áhrif á tjáningu á geni í nýrnahettum þar sem framleidd eru ýmis hormón sem geta haft áhrif á þessa tóna. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka nánar. Þá hafi sama erfðabreyta áhrif á hjarta og æðakerfi sem undirstrikar samband tónhæðar og líkamlegrar heilsu. „Ég held það sé mikilvægt að fólk viti að þetta sé kannski ekki augljós áhættuþáttur ef fólk er með hærri tónhæð þá ætti það ekki að hafa áhyggjur af því að það sé með háan púlsþrýsting eða eitthvað slíkt en þetta er mjög áhugaverð mynstur fyrir okkur að spá og spekúlera í,“ segir hún.
Íslensk erfðagreining Heilsa Vísindi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37 Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. 11. júní 2023 11:37
Kári um íslenskuna: „Mér þykir vænt um hana en ég hef ekki áhyggjur af henni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals í Íslandi í dag á degi íslenskrar tungu, en enn á þessu stigi eru landsmenn staddir í því sem nú er orðið vika íslenskrar tungu. 18. nóvember 2022 09:59