Sundþyrstir biðu eftir starfsfólki sem vissi ekki að það mætti mæta Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 10. júní 2023 22:41 Benedikt Sveinsson er vaktstjóri í sundlaug Kópavogs. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hópur fólks dreif sig að sundlaug Kópavogs í morgun þegar fregnir bárust af því að verkfalli BSRB hefði verið aflýst. Starfsfólk sundlaugarinnar vissi hins vegar ekki af því og hópurinn kom að læstum dyrum. Líkt og greint hefur verið frá í dag náðist loksins samkomulag milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt eftir erfiðar kjaradeilur, sem voru um tíma í algjörum hnút og verkfallsaðgerðir höfðu áhrif víða. Meðal þess sem lamaðist þegar félagsfólk BSRB lagði niður störf var starfsemi sundlauga víða um land. Mörgum finnst fátt betra en að stinga sér til sunds eða ofan í heitan pott og því voru fregnir af aflýsingu verkfalls mörgum miklar gleðifregnir. Það skyldi því engan furða að þegar Benedikt Sveinsson, vaktstjóri í sundlaug Kópavogs, mætti til vinnu í morgun beið hans röð sundþyrstra Kópavogsbúa. „Ég mætti hérna um korter í níu og þá var stór hópur af fólki fyrir utan. En af því að það voru ekki allir starfsmenn mættir á svæðið þá, því miður, gátum við ekki opnað fyrr en um hálf tíu. Þá var þessi hópur farinn en samt eftir það gekk allt vel upp,“ sagði Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Benedikt segir að heldur færri hafi mætt í sundlaugina í dag en venjulega, um sex hundruð gestir. „En það er væntanlega af því að það eru enn þá framkvæmdir í gangi og fólk vissi ekki endilega af verkfallslokunum,“ segir Benedikt. Nú vita svo gott sem allir af verkfallslokum og því má búast við því að margir fari í langþráða sundferð á morgun. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í dag náðist loksins samkomulag milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt eftir erfiðar kjaradeilur, sem voru um tíma í algjörum hnút og verkfallsaðgerðir höfðu áhrif víða. Meðal þess sem lamaðist þegar félagsfólk BSRB lagði niður störf var starfsemi sundlauga víða um land. Mörgum finnst fátt betra en að stinga sér til sunds eða ofan í heitan pott og því voru fregnir af aflýsingu verkfalls mörgum miklar gleðifregnir. Það skyldi því engan furða að þegar Benedikt Sveinsson, vaktstjóri í sundlaug Kópavogs, mætti til vinnu í morgun beið hans röð sundþyrstra Kópavogsbúa. „Ég mætti hérna um korter í níu og þá var stór hópur af fólki fyrir utan. En af því að það voru ekki allir starfsmenn mættir á svæðið þá, því miður, gátum við ekki opnað fyrr en um hálf tíu. Þá var þessi hópur farinn en samt eftir það gekk allt vel upp,“ sagði Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Benedikt segir að heldur færri hafi mætt í sundlaugina í dag en venjulega, um sex hundruð gestir. „En það er væntanlega af því að það eru enn þá framkvæmdir í gangi og fólk vissi ekki endilega af verkfallslokunum,“ segir Benedikt. Nú vita svo gott sem allir af verkfallslokum og því má búast við því að margir fari í langþráða sundferð á morgun.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54