Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 12:02 Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af því ef einhverjum er seld vara og það skili sér síðan ekki. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi. Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi.
Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira