Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 12:02 Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af því ef einhverjum er seld vara og það skili sér síðan ekki. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna. Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi. Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Heimildarinnar. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pítsakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Líkt og fram í frétt Vísis þann 2. júní kallaði Guðlaugur Þór forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Í samtali við Heimildina segir Guðlaugur Þór það vera skýrt að það þurfi vera afleiðingar af þessu, alveg eins og ef einhverjum er seld vara sem skili sér síðan ekki. „Það er alveg skýrt af minni hálfu, það skiptir ekki máli hvað það er, að ef ég sel þér eitthvað og ég fæ það ekki til baka þó ég sé búinn að borga það þá þarftu að endurgreiða það,“ segir Guðlaugur Þór við Heimildina. Þá segist Guðlaugur vera ánægður með að beðist hafi verið afsökunar og að betrun hafi verið lofað en telur mikilvægt að óháður aðili fari vel yfir málið og komist að því hver beri ábyrgð. Segist hann hafa kallað fulltrúa bæði Sorpu og Úrvinnslusjóð á sinn fund og krafist skýringa. „Ég tel að það sé mikilvægt að það sé óháður aðili, sem tekur þetta út og fer yfir það hvað þarna var á ferðinni og ef eitthvað, vonandi er þetta allt saman misskilningur. Það væri æskilegt en því miður lítur út fyrir að það sé ekki. Þá þurfum við að vita hver ber ábyrgð á því. “ Jafnframt segir Guðlaugur að „engu verði stungið undir stól“ og að vinna sé hafin að breyta því fyrirkomulagi sem ríkir í dag. „Við erum bara rétt að byrja við erum í miðri vegferð og við erum með mjög margt í gangi til þess að bæta það fyrirkomulag sem er núna. Þegar koma svona hlutir upp eins og hefur komið fram þá tökum við á því af fullri festu. Við munum gera það áfram ef einhvern tímann þetta kemur aftur upp.“ Guðlaugur segir jafnframt að hann muni fylgja þessu máli eftir á öllum vígstöðvum. „Nú fer þessi óháði aðili að skoða nákvæmlega þetta mál. Þannig að þessum málum er ekkert lokið.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðlaugi Þór vegna málsins það sem af er degi.
Sorpa Sorphirða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira