Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2023 09:00 Erik Koberling með ánægðri veiðikonu við opnun Þverár í Borgarfirði Þverá opnaði fyrir veiði í gær en áin var bæði ansi vatnsmikil og kominn litur á hana edna hefur verið mikil rigning á vesturlandi. Það kom þó ekki að sök því þrátt fyrir nokkur krefjandi aðstæður var samkvæmt okkar heimildum sjö löxum landað fyrsta daginn og eins var sett í nokkra til viðbótar. Þetta verður að teljast bara góður fyrsti dagur í Þverá en allra augu beinast nú að því hvernig Kjarrá opnar en hún er vel þekkt fyrir snemmgengna laxa. Fyrir ykkur sem eruð að fara í laxveiði fljótlega birtum við hér stutt myndband sem var tekið af Erik Koberling sem var við leiðsögn í Þverá en hann er klárlega einn af betri veiðimönnum landsins. Í þessu myndbandi má sjá hvernig rétt framsetning á flugunni skilar árangri, veiðimanni greinilega til mikillar ánægju. Myndbandið má sjá HÉR. Borgarbyggð Stangveiði Mest lesið Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði
Það kom þó ekki að sök því þrátt fyrir nokkur krefjandi aðstæður var samkvæmt okkar heimildum sjö löxum landað fyrsta daginn og eins var sett í nokkra til viðbótar. Þetta verður að teljast bara góður fyrsti dagur í Þverá en allra augu beinast nú að því hvernig Kjarrá opnar en hún er vel þekkt fyrir snemmgengna laxa. Fyrir ykkur sem eruð að fara í laxveiði fljótlega birtum við hér stutt myndband sem var tekið af Erik Koberling sem var við leiðsögn í Þverá en hann er klárlega einn af betri veiðimönnum landsins. Í þessu myndbandi má sjá hvernig rétt framsetning á flugunni skilar árangri, veiðimanni greinilega til mikillar ánægju. Myndbandið má sjá HÉR.
Borgarbyggð Stangveiði Mest lesið Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði