Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:30 Pavel Ermolinskij sýndi tilfinningar á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Pavel tók við liði Tindastóls á miðri leiktíð í Subway-deild karla. Hann náði mögnuðum árangri á sinni fyrstu tímabili sem aðalþjálfari og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn. Hann skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning við Stólana. „Þrátt fyrir að hafa verið í þessari stöðu áður að hafa fagnað titli þá einhvern veginn var þetta svo fjarlægt þegar ég kom þarna. Ég sogaðist inn í þeirra stemmningu að vera búinn að bíða eftir þessu lengi og ég upplifði það í gegnum fólkið. Allt frá leikmönnum upp í áhorfendur lengst upp í stúku,“ sagði Pavel í viðtali við Svövu Kristínu en viðtalið birtist í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Pavel hefur nálgast þjálfarastarfið á annan hátt en margir þekkja. Hann býst ekki við því að verða þessi klassíski þjálfari á næstu árum. „Ég get ekki búið til einhverja þjálfarapersónu, þú ert það sem þú ert. Ef þú ætlar að fara að leika eitthvað þá verður það skrýtið og allir taka eftir því, sérstaklega leikmennirnir sem eru að reyna að hlusta á þig.“ „Ekki núna, eftir 10-15 ár mögulega. Í dag er þetta að nálgast þetta sem leikmaður og ég set mig inn í leikinn þannig. Þannig hef ég mestan trúverðugleika gagnvart strákunum.“ „Gangi honum og þeim vel“ Pavel og Kristófer Acox eiga langa körfuboltasögu saman. Hafa þeir unnið ófáa titlana og þá aðallega í KR en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar með Val á þarsíðustu leiktíð. Fyrsta verkefni Pavel eftir að hafa skrifað undir samning við Tindastól var að reyna að fá Kristófer norður. „Hann ákvað að vera áfram í Val, það er ekkert sem ég get sagt...,“ sagði Pavel áður en Svava greip orðið. Sagðir þú við hann, Kristó þú getur ekki unnið án mín „Nei, það gerði ég ekki og hann getur það. Hann getur það. Það var ekki söluræðan. Kristófer hefur á síðustu árum þróast mjög mikið sem leiðtogi. Það var fyrst og fremst það sem ég var að reyna að ná í ofan á það sem hann gerir vel sem við vitum alveg hvað er. „Fyrst og fremst fyrir mig þá er þetta náungi sem ég þekki og það var það sem ég var að reyna að ná í, það gekk ekki. Gangi honum og þeim vel.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira