Hrósar Frey eftir kraftaverkið mikla: „Aðrir hefðu misst klefann“ Aron Guðmundsson skrifar 8. júní 2023 07:01 Sævar Atli fyrir landsliðsæfingu á Laugardalsvelli í gær Vísir/Sigurjón Ólason Sævar Atli Magnússon, atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hrósar þjálfara sínum hjá Lyngby, Frey Alexanderssyni hástert eftir að liðinu tókst að framkvæma kraftaverkið mikla og halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni. Sævari líður afar vel hjá Lyngby en framganga hans með liðinu hefur vakið áhuga annarra liða. Sævar Atli er mættur til móts við íslenska landsliðið í fótbolta sem hóf undirbúning sinn hér heima á dögunum fyrir tvo heimaleiki liðsins í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Sævar á þar möguleika á að leika sína fyrstu mótsleiki fyrir landsliðið. Sævar mætti í góðu skapi í landsliðsverkefnið eftir að hafa upplifað gríðarlega gleði í Danmörku á dögunum þegar að Lyngby tókst að bjarga sér á undraverðan hátt frá falli í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta hafa verið stórkostlegir dagar, það er ekki hægt að segja annað. Maður er, skiljanlega, búinn að vera svífa um á bleiki skýi undanfarið. Það að ná þessu kraftaverki eftir svona erfitt tímabil er bara draumi líkast,“ segir Sævar Atli í samtali við Vísi. Sævar Atli á gleðistundu þegar Lyngby hafði tryggt sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinniVísir/Getty Trúði ekki alltaf Sævar segist aldrei hafa dottið í eins mikið adrenalín kast eins og þegar að loka flautið gall í lokaumferðinni og Lyngby hafði tryggt sæti sitt í deildinni. „Ég hljóp um allan völlinn að fagna með stuðningsmönnum, gleymdi mér í stað og stund, varð móður og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var léttir, gleði að sjálfsögðu, en aðallega mikill léttir að ná þessu því við vorum búnir að horfa í þetta í langan tíma.“ Íslendingurinn knái var hins vegar ekki alltaf viss um að Lyngby myndi takast að halda sæti sínu í deildinni. „Ég trúði því ekki allan tímann að við myndum ná þessu. Ég get ekki gert eins og Freyr og sagst hafa gert það en að ná þessu loksins var stórkostlegt.“ Freyr Alexandersson ogSævar Atli á góðri stunduMynd/Lyngby Stórt hrós á Frey Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins og segja má að hann hafi verið sá eini sem aldrei missti trúna á því að Lyngby gæti haldið sæti sínu. „Á fyrsta liðsfundinum eftir jólafrí mætir Freyr inn í klefann og segir við okkur: „Strákar, það eru svona 60 til 70 prósent líkur á því að við getum haldið okkur í þessari deild.“ Freyr hafi í kjölfarið lagt fram rök fyrir máli sínu, staðreyndir og gögn. „Svo heldur hann áfram að hamra á þessu, þrátt fyrir alla þessa tapleiki sem við áttum eftir jólafríið. Segir okkur að við séum að fara ná þessu markmiði að halda okkur uppi.“ Freyr Alxeandersson í loftinu eftir að hafa stýrt Lyngby til áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni.Getty/Jan Christensen Freyr hefur, að mati Sævars, nálgast þetta stóra verkefni með Lyngby ofboðslega vel. „Það eru ekki margir þjálfarar í heiminum, held ég, sem geta haldið klefanum í svona aðstæðum líkt og Freyr gat.“ Ein ástæðan á bak við það sé sú að Freyr hafi komið á ákveðnum íslenskum kúltúr innan leikmannahópsins hjá Lyngby. „Að gefast aldrei upp. Bara stórt hrós á hann að missa ekki klefann því ég held að allir aðrir þjálfarar í þessari deild hefðu misst klefann í þessum aðstæðum.“ Liðið alltaf í fyrsta sæti Freyr hefur sjálfur, í viðtölum eftir að sæti Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni var tryggt, greint frá því að hann hefði á einum tímapunkti á tímabilinu látið Lyngby losa sig við leikmenn sem hann taldi að hefðu ekki trú á vegferðinni sem liðið var á. Sævar Atli segist hafa tekið eftir umræddu viðhorfi hjá nokkrum af fyrrverandi leikmönnum liðsins. „Þegar að við vorum að vinna leiki, þá voru til að mynda sumir leikmenn sem voru ósáttir við það að vera ekki að spila. Hér er um að ræða liðsíþrótt og þetta virkar bara ekki þannig. Freyr tekur eftir öllu svona. Ég man eftir því á síðasta tímabili, þegar að við vorum að vinna fyrstu deildina, þá var hann samt að pæla í þessu. Hann lét þessa menn heyra það. Liðið er alltaf í fyrsta sæti, það skiptir engu máli hver þú ert eða hvað þú hefur gert í fortíðinni þegar kemur að þessu. Þannig vinnur Freyr og hann er eini þjálfarinn í deildinni sem hefði tekist þetta.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Áhugi frá öðrum liðum Sævar á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Lyngby. Hann elskar félagið og ætlar í samningaviðræður við forráðamenn þess en þó er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég vildi ekki fara inn í samningaviðræður á miðju tímabili þegar að ég vissi ekki hvað framtíðin myndi bera í skauti sér fyrir félagið. Eftir þetta landsliðsverkefni mun ég alveg 100 prósent fara í samningaviðræður við Lyngby, mér líður rosalega vel hjá félaginu.“ Sævar Atli í leik með LyngbyVísir/Getty Stefna Lyngby í leikmannamálum er þó einnig ofarlega í huga Sævars á þessari stundu. „Lyngby vill selja leikmenn lengra og búa til leikmenn. Þjálfarateymið hjá félaginu sem og æfingakúltúrinn hefur bætt minn leik alveg rosalega mikið undanfarin tvö ár. Ég vil klárlega vera áfram hjá Lyngby en aftur á móti ef maður fær möguleikann á einhverjum stórum félagsskiptum þá mun maður alltaf skoða það.“ Sævar veit af áhuga annarra liða á sínum kröftum. „Umboðsmaðurinn minn talaði við mig fyrir mánuði og sagði að það væri til staðar áhugi frá öðrum liðum á mér en á þeim tímapunkti vildi ég ekki vita neitt af því. Þá hafði ég bara eitt markmið og það var að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni.“ Danski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Sævar Atli er mættur til móts við íslenska landsliðið í fótbolta sem hóf undirbúning sinn hér heima á dögunum fyrir tvo heimaleiki liðsins í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Sævar á þar möguleika á að leika sína fyrstu mótsleiki fyrir landsliðið. Sævar mætti í góðu skapi í landsliðsverkefnið eftir að hafa upplifað gríðarlega gleði í Danmörku á dögunum þegar að Lyngby tókst að bjarga sér á undraverðan hátt frá falli í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta hafa verið stórkostlegir dagar, það er ekki hægt að segja annað. Maður er, skiljanlega, búinn að vera svífa um á bleiki skýi undanfarið. Það að ná þessu kraftaverki eftir svona erfitt tímabil er bara draumi líkast,“ segir Sævar Atli í samtali við Vísi. Sævar Atli á gleðistundu þegar Lyngby hafði tryggt sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinniVísir/Getty Trúði ekki alltaf Sævar segist aldrei hafa dottið í eins mikið adrenalín kast eins og þegar að loka flautið gall í lokaumferðinni og Lyngby hafði tryggt sæti sitt í deildinni. „Ég hljóp um allan völlinn að fagna með stuðningsmönnum, gleymdi mér í stað og stund, varð móður og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var léttir, gleði að sjálfsögðu, en aðallega mikill léttir að ná þessu því við vorum búnir að horfa í þetta í langan tíma.“ Íslendingurinn knái var hins vegar ekki alltaf viss um að Lyngby myndi takast að halda sæti sínu í deildinni. „Ég trúði því ekki allan tímann að við myndum ná þessu. Ég get ekki gert eins og Freyr og sagst hafa gert það en að ná þessu loksins var stórkostlegt.“ Freyr Alexandersson ogSævar Atli á góðri stunduMynd/Lyngby Stórt hrós á Frey Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins og segja má að hann hafi verið sá eini sem aldrei missti trúna á því að Lyngby gæti haldið sæti sínu. „Á fyrsta liðsfundinum eftir jólafrí mætir Freyr inn í klefann og segir við okkur: „Strákar, það eru svona 60 til 70 prósent líkur á því að við getum haldið okkur í þessari deild.“ Freyr hafi í kjölfarið lagt fram rök fyrir máli sínu, staðreyndir og gögn. „Svo heldur hann áfram að hamra á þessu, þrátt fyrir alla þessa tapleiki sem við áttum eftir jólafríið. Segir okkur að við séum að fara ná þessu markmiði að halda okkur uppi.“ Freyr Alxeandersson í loftinu eftir að hafa stýrt Lyngby til áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni.Getty/Jan Christensen Freyr hefur, að mati Sævars, nálgast þetta stóra verkefni með Lyngby ofboðslega vel. „Það eru ekki margir þjálfarar í heiminum, held ég, sem geta haldið klefanum í svona aðstæðum líkt og Freyr gat.“ Ein ástæðan á bak við það sé sú að Freyr hafi komið á ákveðnum íslenskum kúltúr innan leikmannahópsins hjá Lyngby. „Að gefast aldrei upp. Bara stórt hrós á hann að missa ekki klefann því ég held að allir aðrir þjálfarar í þessari deild hefðu misst klefann í þessum aðstæðum.“ Liðið alltaf í fyrsta sæti Freyr hefur sjálfur, í viðtölum eftir að sæti Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni var tryggt, greint frá því að hann hefði á einum tímapunkti á tímabilinu látið Lyngby losa sig við leikmenn sem hann taldi að hefðu ekki trú á vegferðinni sem liðið var á. Sævar Atli segist hafa tekið eftir umræddu viðhorfi hjá nokkrum af fyrrverandi leikmönnum liðsins. „Þegar að við vorum að vinna leiki, þá voru til að mynda sumir leikmenn sem voru ósáttir við það að vera ekki að spila. Hér er um að ræða liðsíþrótt og þetta virkar bara ekki þannig. Freyr tekur eftir öllu svona. Ég man eftir því á síðasta tímabili, þegar að við vorum að vinna fyrstu deildina, þá var hann samt að pæla í þessu. Hann lét þessa menn heyra það. Liðið er alltaf í fyrsta sæti, það skiptir engu máli hver þú ert eða hvað þú hefur gert í fortíðinni þegar kemur að þessu. Þannig vinnur Freyr og hann er eini þjálfarinn í deildinni sem hefði tekist þetta.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Áhugi frá öðrum liðum Sævar á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Lyngby. Hann elskar félagið og ætlar í samningaviðræður við forráðamenn þess en þó er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég vildi ekki fara inn í samningaviðræður á miðju tímabili þegar að ég vissi ekki hvað framtíðin myndi bera í skauti sér fyrir félagið. Eftir þetta landsliðsverkefni mun ég alveg 100 prósent fara í samningaviðræður við Lyngby, mér líður rosalega vel hjá félaginu.“ Sævar Atli í leik með LyngbyVísir/Getty Stefna Lyngby í leikmannamálum er þó einnig ofarlega í huga Sævars á þessari stundu. „Lyngby vill selja leikmenn lengra og búa til leikmenn. Þjálfarateymið hjá félaginu sem og æfingakúltúrinn hefur bætt minn leik alveg rosalega mikið undanfarin tvö ár. Ég vil klárlega vera áfram hjá Lyngby en aftur á móti ef maður fær möguleikann á einhverjum stórum félagsskiptum þá mun maður alltaf skoða það.“ Sævar veit af áhuga annarra liða á sínum kröftum. „Umboðsmaðurinn minn talaði við mig fyrir mánuði og sagði að það væri til staðar áhugi frá öðrum liðum á mér en á þeim tímapunkti vildi ég ekki vita neitt af því. Þá hafði ég bara eitt markmið og það var að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni.“
Danski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn