Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2023 14:45 Rory McIlroy tjáði sig um samruna PGA og LIV í dag. Vaughn Ridley/Getty Images Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. Eins og greint var frá í gær sameinuðust PGA- og LIV-mótaraðirnar í golfi eftir stormasamt samband frá því að sú síðarnefnda var sett á laggirnar. Margir furðuðu sig á fréttunum, enda höfðu talsmenn PGA-mótaraðarinnar talað opinskátt um það að þeir kylfingar sem myndu yfirgefa PGA og færa sig yfir á LIV aldrei fá að spila á PGA-móti framar. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að samruninn sé í raun góður fyrir golfíþróttina í heild þá hati hann enn LIV. „Ég held að þegar allt kemur til alls, og ég reyni að halda sjálfum mér fyrir utan jöfnuna og horfi á stóru myndina og hvernig þetta verður eftir tíu ár, þá held ég að þetta sé gott fyrir golfíþróttina,“ sagði McIlroy. „Þetta sameinar hana og tryggir framtíðina fjárhagslega.“ "I still hate LIV, I hope it goes away"Rory McIlroy says the merger between PGA Tour, DP World Tour and LIV Golf 'is not LIV'... pic.twitter.com/9y0b4FOgT5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 7, 2023 Þá bætir McIlroy einnig við að þrátt fyrir að hann sé langt frá því að vera hrifinn af LIV-mótaröðinni sé það í raun sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn PIF sem er að koma inn í PGA og þannig muni fjármagn mótaraðarinnar aukast. „PIF mun halda áfram að eyða peningum í golf og nú er það allavega þannig að PGA-mótaröðin stjórnar því hvernig þeim peningum er eytt. Þetta er einn stærsti fjárfestingasjóður í heimi. Hvort viltu hafa hann með þér eða á móti þér? Þegar allt kemur til alls þá eru það peningar sem ráða og ég vill allavega frekar hafa þá með okkur í liði.“ „Ég hata enn LIV. Ég hata LIV og vona að sú mótaröð hverfi alveg. Og ég býst við því að hún geri það,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Eins og greint var frá í gær sameinuðust PGA- og LIV-mótaraðirnar í golfi eftir stormasamt samband frá því að sú síðarnefnda var sett á laggirnar. Margir furðuðu sig á fréttunum, enda höfðu talsmenn PGA-mótaraðarinnar talað opinskátt um það að þeir kylfingar sem myndu yfirgefa PGA og færa sig yfir á LIV aldrei fá að spila á PGA-móti framar. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að samruninn sé í raun góður fyrir golfíþróttina í heild þá hati hann enn LIV. „Ég held að þegar allt kemur til alls, og ég reyni að halda sjálfum mér fyrir utan jöfnuna og horfi á stóru myndina og hvernig þetta verður eftir tíu ár, þá held ég að þetta sé gott fyrir golfíþróttina,“ sagði McIlroy. „Þetta sameinar hana og tryggir framtíðina fjárhagslega.“ "I still hate LIV, I hope it goes away"Rory McIlroy says the merger between PGA Tour, DP World Tour and LIV Golf 'is not LIV'... pic.twitter.com/9y0b4FOgT5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 7, 2023 Þá bætir McIlroy einnig við að þrátt fyrir að hann sé langt frá því að vera hrifinn af LIV-mótaröðinni sé það í raun sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn PIF sem er að koma inn í PGA og þannig muni fjármagn mótaraðarinnar aukast. „PIF mun halda áfram að eyða peningum í golf og nú er það allavega þannig að PGA-mótaröðin stjórnar því hvernig þeim peningum er eytt. Þetta er einn stærsti fjárfestingasjóður í heimi. Hvort viltu hafa hann með þér eða á móti þér? Þegar allt kemur til alls þá eru það peningar sem ráða og ég vill allavega frekar hafa þá með okkur í liði.“ „Ég hata enn LIV. Ég hata LIV og vona að sú mótaröð hverfi alveg. Og ég býst við því að hún geri það,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44