Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2023 14:10 Um fimmtíu farþegar komu með Sæfara frá meginlandinu og til Grímseyjar í hádeginu. Halla Ingólfsdóttir Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp. Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Á vef Akureyrarbæjar segir að gleðin hafi verið mikil þegar ferjan kom loks til eyjarinnar, fullhlaðin varningi, og hafi margir verið mættir niður að höfn til að taka á móti skipinu þegar það lagði að bryggju. Um fimmtíu farþegar komu með ferjunni í dag og mættu íbúar í Grímsey með „17. júní-fánann“ niður á bryggju til að fagna komunni. Halla Ingólfsdóttir Vegagerðin mat það sem svo í vetur að kominn væri tími á umfangsmikið viðhald á skipinu og ítarlegri skoðun en hefðbundin árleg skoðun, enda skipið orðið rúmlega þrjátíu ára gamalt. Af ýmsum ástæðum hafi sú vinna tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru margir ófyrirséðir þættir sagðir skýra tafirnar, svo sem óhagstætt veður og mannekla. Á sumrin siglir ferjan fimm daga í viku til Grímseyjar frá Dalvík, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga og tekur siglingin um þrjá tíma hvora leið. Halla Ingólfsdóttir Á meðan Sæfari var í slipp sinnti fiskiskipið Þorleifur afurða- og vöruflutningum til og frá Grímsey. Var farþegaflutningum sinnt með áætlunarflugi á vegum Norlandair, en flugferðum á milli lands og eyjar var þá fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Halla Ingólfsdóttir
Grímsey Akureyri Dalvíkurbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2. júní 2023 07:33
Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. 29. maí 2023 12:19