Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:31 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til. Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi. Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi.
Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira