Kvenfélagskonur vilja ekki deila bollastelli með Grundarfjarðarbæ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júní 2023 18:23 Kvenfélagið hefur rekið eigið bollastell í áratugi og hyggst gera það áfram. Getty Kvenfélagið á Grundarfirði hefur hafnað beiðni bæjarstjóra um að sameina bollastellið og matarstellið í samkomuhúsinu. Bæjarstjóri segir að allir séu þó vinir. Um áratugaskeið hefur það verið hátturinn í Grundarfirði að kvenfélagið Gleym-mér-ei á og rekur bollastell en samkomuhúsið matarstell og ýmis eldhúsáhöld. Samkomuhúsið er í eigu sveitarfélagsins og kvenfélagið hefur þar aðstöðu. Í marsmánuði sendi Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri kvenfélaginu bréf þar sem hún lagði til að bollastellið og matarstellið yrðu sameinuð. Í lok maí sendi kvenfélagið bæjarstjóra afsvar um það. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri segir að allir séu vinir þrátt fyrir höfnunina.Grundarfjarðarbær. „Þetta var spurning um útfærslu á því hvort við ættum að sameina þessi stell. Í 900 manna samfélagi er alltaf spurning hvort hægt sé að samnýta hluti,“ segir Björg. „Þær vildu það ekki að sinni. En það eru engin átök í kringum þetta.“ Ekki milljóna virði Sveitarfélagið leigir út matarstellið sitt með samkomuhúsinu. Leiga kvenfélagsins er hins vegar víðtækari. „Kvenfélagið heldur líka veislur annars staðar og leigir út bollastellið,“ segir Björg. Hafi kvenfélagið því ekki talið hentugt að sameina stellin. Samkomuhúsið á Grundarfirði.Grundarfjarðarbær Aðspurð um verðmætin í þessum stellum segir Björg að þetta sé all nokkur rekstur. Um 200 stykki af diskum, undirskálum og bollum til dæmis. „Það eru engar milljónir í þessu,“ segir hún hins vegar. Grundarfjörður Matur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Um áratugaskeið hefur það verið hátturinn í Grundarfirði að kvenfélagið Gleym-mér-ei á og rekur bollastell en samkomuhúsið matarstell og ýmis eldhúsáhöld. Samkomuhúsið er í eigu sveitarfélagsins og kvenfélagið hefur þar aðstöðu. Í marsmánuði sendi Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri kvenfélaginu bréf þar sem hún lagði til að bollastellið og matarstellið yrðu sameinuð. Í lok maí sendi kvenfélagið bæjarstjóra afsvar um það. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri segir að allir séu vinir þrátt fyrir höfnunina.Grundarfjarðarbær. „Þetta var spurning um útfærslu á því hvort við ættum að sameina þessi stell. Í 900 manna samfélagi er alltaf spurning hvort hægt sé að samnýta hluti,“ segir Björg. „Þær vildu það ekki að sinni. En það eru engin átök í kringum þetta.“ Ekki milljóna virði Sveitarfélagið leigir út matarstellið sitt með samkomuhúsinu. Leiga kvenfélagsins er hins vegar víðtækari. „Kvenfélagið heldur líka veislur annars staðar og leigir út bollastellið,“ segir Björg. Hafi kvenfélagið því ekki talið hentugt að sameina stellin. Samkomuhúsið á Grundarfirði.Grundarfjarðarbær Aðspurð um verðmætin í þessum stellum segir Björg að þetta sé all nokkur rekstur. Um 200 stykki af diskum, undirskálum og bollum til dæmis. „Það eru engar milljónir í þessu,“ segir hún hins vegar.
Grundarfjörður Matur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira