Fyrrverandi kærasta Antony sakar hann um heimilisofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2023 18:26 Antony var að klára sitt fyrsta tímabil sem leikmaður Man United. Robbie Jay Barratt/Getty Images Fyrrverandi kærasta Brasilíumannsins Antony, leikmanns Manchester United og brasilíska landsliðsins, hefur sakað hann um beita sig heimilisofbeldi og haft í hótunum við hana þegar þau voru saman. Um er að ræða fjögur atvik samkvæmt ESPN í Brasilíu. Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Brasilíu fór Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta leikmannsins, til lögreglu í gær – mánudag – og gaf skýrslu. Kemur fram að hún hafi sýnt lögreglunni myndir sem sýndu bæði sár sem leikmaðurinn á að hafa orsakað sem og skjáskot af skilaboðum þar sem hann hafði í hótunum. Samkvæmt ESPN í Brasilíu er um að ræða fjögur atvik: Það fyrsta var í júlí á síðasta ári þegar Cavallin var komin 17 vikur á leið. Hún missti fóstrið síðar meir. Annað atvik átti sér stað í janúar þar sem hann réðst að henni. Á endanum hlúðu tveir af læknum Manchester United að henni. Þriðja atvikið sneri að því þegar Antony skemmdi síma hennar og réðst að henni. Fjórða atvikið átti sér stað í maí samkvæmt ESPN í Brasilíu. Ku Antony hafa hringt í hana og hótað því að drepa hana ef hann sæi hana með öðrum karlmönnum. ESPN Brasil: Timeline of the reported aggressions from Antony towards his former girlfriend: July 2022: Antony pulled her out of a party, grabbing her arm and hair. He then pushed her into his car. She was 17 weeks pregnant at the time. Jan 2023: Antony assaulted her out — Brasil Football (@BrasilEdition) June 6, 2023 Antony er 23 ára gamall og gekk í raðir Manchester United sumarið 2022 eftir að hafa blómstrað hjá Ajax í Hollandi. Hvorki Man United né Antony sjálfur hafa tjáð sig um málið. Man Utd er með rannsókn í gangi á máli Mason Greenwood en leikmaðurinn hefur ekki spilað eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun og haft í hótunum við þáverandi kærustu sína. Málið var látið niður falla en Man Utd hefur gefið út að hann spili ekki fyrr en rannsókn félagsins sé lokið. Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. 2. febrúar 2023 18:01 Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Brasilíu fór Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta leikmannsins, til lögreglu í gær – mánudag – og gaf skýrslu. Kemur fram að hún hafi sýnt lögreglunni myndir sem sýndu bæði sár sem leikmaðurinn á að hafa orsakað sem og skjáskot af skilaboðum þar sem hann hafði í hótunum. Samkvæmt ESPN í Brasilíu er um að ræða fjögur atvik: Það fyrsta var í júlí á síðasta ári þegar Cavallin var komin 17 vikur á leið. Hún missti fóstrið síðar meir. Annað atvik átti sér stað í janúar þar sem hann réðst að henni. Á endanum hlúðu tveir af læknum Manchester United að henni. Þriðja atvikið sneri að því þegar Antony skemmdi síma hennar og réðst að henni. Fjórða atvikið átti sér stað í maí samkvæmt ESPN í Brasilíu. Ku Antony hafa hringt í hana og hótað því að drepa hana ef hann sæi hana með öðrum karlmönnum. ESPN Brasil: Timeline of the reported aggressions from Antony towards his former girlfriend: July 2022: Antony pulled her out of a party, grabbing her arm and hair. He then pushed her into his car. She was 17 weeks pregnant at the time. Jan 2023: Antony assaulted her out — Brasil Football (@BrasilEdition) June 6, 2023 Antony er 23 ára gamall og gekk í raðir Manchester United sumarið 2022 eftir að hafa blómstrað hjá Ajax í Hollandi. Hvorki Man United né Antony sjálfur hafa tjáð sig um málið. Man Utd er með rannsókn í gangi á máli Mason Greenwood en leikmaðurinn hefur ekki spilað eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun og haft í hótunum við þáverandi kærustu sína. Málið var látið niður falla en Man Utd hefur gefið út að hann spili ekki fyrr en rannsókn félagsins sé lokið.
Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. 2. febrúar 2023 18:01 Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30
Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00
Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. 2. febrúar 2023 18:01
Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31