Pabbi Haalands harðlega gagnrýndur fyrir að flytja í skattaparadísina Sviss: „Mjög taktlaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2023 14:00 Haaland-feðgarnir með enska meistarabikarinn. getty/Michael Regan Sú ákvörðun Alf-Inges Haaland, föður Erlings Haaland, að flytja til Sviss hefur verið harðlega gagnrýnd í Noregi, meðal annars af stjórnmálamönnum þar í landi. Alf-Inge er að flytja til Sviss þar sem hann borgar lægri skatta en hann hefði gert í Noregi. Margir segja þessa ákvörðun hans taktlausa. „Það er ögrandi að fótboltamilljónamæringur flýi skattgreiðslur á sama tíma og fjöldi barna þarf að hætta að stunda íþróttir því þau hafa ekki efni á því. Alfie Haaland ætti að fylgja reglum norska skattkerfisins,“ sagði Marie Sneve Martinussen, varaformaður Rauða flokksins. Agnes Nærland Viljugrein úr Verkamannaflokknum fór heldur ekki fögrum orðum um Alf-Inge. „Hann hefur komist í sjúklegar álnir því samfélagið hefur hjálpað honum og syni hans öll þessi ár. Þökk sé norsku íþróttahreyfingunni hafa þeir geta æft, spilað fótbolta og byggt upp feril. Það er mjög taktlaust að þakklætið fyrir það sé að flytja í eina mestu skattaparadís heimsins,“ sagði Viljugrein. „Mér finnst að Haaland ætti að leggja til samfélagsins með skattfé og þakka þannig fyrir sig. Sjálfboðaliðar unnið ýmis störf með þjálfurum til að halda íþróttastarfinu í Noregi gangandi. Hann ætti að endurgjalda þeim með skattpeningunum sínum.“ Alf-Inge lék lengst af ferilsins á Englandi, meðal Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City. Í dag þekkja hann flestir sem föður Erlings Haaland, eins besta leikmanns heims. Erling varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og tvöfaldur meistari með City. Um helgina mæta Erling og félagar Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Norski boltinn Skattar og tollar Noregur Enski boltinn Sviss Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Alf-Inge er að flytja til Sviss þar sem hann borgar lægri skatta en hann hefði gert í Noregi. Margir segja þessa ákvörðun hans taktlausa. „Það er ögrandi að fótboltamilljónamæringur flýi skattgreiðslur á sama tíma og fjöldi barna þarf að hætta að stunda íþróttir því þau hafa ekki efni á því. Alfie Haaland ætti að fylgja reglum norska skattkerfisins,“ sagði Marie Sneve Martinussen, varaformaður Rauða flokksins. Agnes Nærland Viljugrein úr Verkamannaflokknum fór heldur ekki fögrum orðum um Alf-Inge. „Hann hefur komist í sjúklegar álnir því samfélagið hefur hjálpað honum og syni hans öll þessi ár. Þökk sé norsku íþróttahreyfingunni hafa þeir geta æft, spilað fótbolta og byggt upp feril. Það er mjög taktlaust að þakklætið fyrir það sé að flytja í eina mestu skattaparadís heimsins,“ sagði Viljugrein. „Mér finnst að Haaland ætti að leggja til samfélagsins með skattfé og þakka þannig fyrir sig. Sjálfboðaliðar unnið ýmis störf með þjálfurum til að halda íþróttastarfinu í Noregi gangandi. Hann ætti að endurgjalda þeim með skattpeningunum sínum.“ Alf-Inge lék lengst af ferilsins á Englandi, meðal Nottingham Forest, Leeds United og Manchester City. Í dag þekkja hann flestir sem föður Erlings Haaland, eins besta leikmanns heims. Erling varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og tvöfaldur meistari með City. Um helgina mæta Erling og félagar Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Norski boltinn Skattar og tollar Noregur Enski boltinn Sviss Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira