Vann LPGA-mót níu dögum eftir að hún varð atvinnumaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 11:00 Rose Zhang með bikarinn sem hún fékk fyrir að vinna Mizuho Americas Open. getty/Elsa Rose Zhang hrósaði sigri á Mizuho Americas Open, hennar fyrsta móti á atvinnumannaferlinum. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Aðeins níu dagar eru síðan Zhang varð atvinnumaður í golfi og hún var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún vann nefnilega Mizuho Americas Open eftir að hafa haft betur gegn Jennifer Kupcho í bráðabana. Báðar léku þær á níu höggum undir pari á mótinu. „Hvað er að gerast? Ég trúi þessu ekki,“ sagði Zhang sem fékk þátttökurétt á Mizuho Americas Open í gegnum styrktaraðila. „Að verða atvinnumaður og koma hingað og vinna er bara æðislegt. Ég hef notið ferðalagsins,“ bætti við hin tvítuga Zhang við. Hún fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á mótinu á 18. holu en fékk skolla þar. Því réðust úrslitin í bráðabana þar sem Zhang varð hlutskarpari. Zhang er fyrsta konan sem vinnur mót á frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni í 72 ár, eða síðan Beverly Hanson afrekaði það 1951. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Aðeins níu dagar eru síðan Zhang varð atvinnumaður í golfi og hún var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún vann nefnilega Mizuho Americas Open eftir að hafa haft betur gegn Jennifer Kupcho í bráðabana. Báðar léku þær á níu höggum undir pari á mótinu. „Hvað er að gerast? Ég trúi þessu ekki,“ sagði Zhang sem fékk þátttökurétt á Mizuho Americas Open í gegnum styrktaraðila. „Að verða atvinnumaður og koma hingað og vinna er bara æðislegt. Ég hef notið ferðalagsins,“ bætti við hin tvítuga Zhang við. Hún fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á mótinu á 18. holu en fékk skolla þar. Því réðust úrslitin í bráðabana þar sem Zhang varð hlutskarpari. Zhang er fyrsta konan sem vinnur mót á frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni í 72 ár, eða síðan Beverly Hanson afrekaði það 1951.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira