Fótbolti

Bein út­sending: Óskar Hrafn mætir á X-ið og ræðir hita­­leikinn í gær

Smári Jökull Jónsson skrifar
350951295_668741731750585_5068782864352531890_n
Vísir/Hulda Margrét

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu og ræðir þar hitaleik Breiðabliks og Víkinga í Bestu deild karla í gærkvöldi.

Það voru læti á Kópavogsvelli í gær þar sem Breiðablik og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Bæði mörk Blika komu í uppbótartíma og voru Víkingar ósáttir með hversu miklum tíma var bætt við leikinn.

Eftir leik sauð upp úr á milli liðanna en Logi Tómasson, leikmaður Víkinga, ýtti meðal annars Halldóri Árnasyni aðstoðarþjálfara Blika í jörðina og urðu töluverð átök í kjölfarið.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breðabliks, mætir í stúdíó á X977 í dag þar sem hann verður gestur Tómas Þórs Þórðarsonar og Elvars Geirs Magnússonar í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Þátturinn fer í loftið klukkan 12:00 og verður Óskar Hrafn fyrsti gesturinn í þættinum. Tómas Þór er gallharður stuðningsmaður Víkings og verður án efa forvitnilegt að heyra hann og Óskar Hrafn kryfja leikinn í gær til mergjar sem og lætin eftir leik.

Þátturinn er á dagskrá á milli 12 og 14 í dag en þar verður bikarúrslitaleikur Manchester United og Manchester City einnig til umfjöllunar sem og úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir verður í eldlínunni. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×