Norðurþing og Vegagerðin deila um brú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. júní 2023 07:02 Hjálmar Bogi Hafliðason segir sveitarstjórn ósátta við einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir um öryggisatriði að ræða. Vísir/Vilhelm, Egill Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Vegagerðarinnar um að banna vörubílum og fólksflutningabílum að aka yfir brú yfir Skjálfandafljót. Ný brú verður kláruð eftir fimm ár. Vegagerðin segir þetta öryggisatriði. Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann. Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann.
Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira