Í hugleiðingum veðurfræðings segir að yfirleitt verði á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en að fimmtán metrar á sekúndu á norðvestanverðu landinu.
„Að mestu skýjað og lítilsháttar rigning eða þokusúld en skýjað með köflum og þurrt austantil.
Nokkur munur er á lofthita milli landshluta, frá 8 stiga hita á Vesturlandi upp að 20 stigum á Suðaustur- og Austurlandi,“ segir á vef veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Suðvestan og vestan 5-10 m/s, en 10-15 norðvestantil og með suðausturströndinni. Súld eða dálítil rigning með köflum vestan- og norðvestanlands, annars bjartara og yfirleitt þurrt, en líkur á þokulofti við ströndina. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast fyrir austan.
Á sunnudag: Suðvestan 3-8 m/s og skýjað með lítilsháttar þokusúld á vestanverðu landinu, en dálítil rigning á Vestfjörðum, annars að mestu bjart. Hiti 8 til 16 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með dálítil væta, en bjart með köflum austantil. Hiti 8 til 16 stig.
Á fimmtudag: Útlit fyrir sunnan og suðvestanátt og rigningu með köflum, en þurrt norðaustantil.