Fjölnir og Afturelding á toppnum eftir góða sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 21:22 Fjölnismenn eru á toppi Lengjudeildarinnar. Vísir/Vilhelm Fjölnir og Afturelding eru efst og jöfn á toppi Lengjudeildarinnar eftir góða sigra í leikjum kvöldsins. Selfoss er ekki langt undan eftir sigur á Þrótturum. Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net Lengjudeild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net
Lengjudeild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira