Mourinho úthúðaði dómaranum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 06:31 Jose Mourinho var ekki lengi að taka af sér silfurpeninginn eftir leik. Vísir/Getty Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira