Hann er mikill áhugamaður um formúluna og sérstaklega mikill stuðningsmaður eins ökumanns.
„Ég elska Formúlu 1 og umfram allt þá elska ég Lewis Hamilton sem er mikill vinur minn. Ég mun halda með Red Bull og hvetja vin minn áfram,“ sagði Neymar aðspurður á brautinni í Mónakó.
Lewis Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari en hefur átt í vandræðum síðustu ár.
Hann endaði í fjórða sæti í Mónakókappakstrinum í ár og er þar með í fjórða sætinu í keppni ökumanna með 69 stig eða 75 stigum færra en ríkjandi heimsmeistari Max Verstappen sem situr í toppsætinu.
Hamilton hefur ekki unnið kappakstur á tímabilinu en endaði í öðru sæti í Ástralíu. Hann fagnaði síðast sigri í Sádí Arabíu á 2021 tímabilinu.