Félagið hefur sætt rannsókn ítalskra knattspyrnuyfirvalda undanfarna mánuði vegna grunsamlegra launagreiðslna félagsins til leikmanna. Þá hafa leikmannakaup félagsins einnig þótt grunsamleg.
Upphaflega voru 15 stig dregin af Juventus í ítölsku deildinni vegna málsins, en eftir að félagið áfrýjaði fékk liðið stigin aftur. Í síðustu viku voru svo tíu stig dregin af liðinu og ljóst að Juventus missir af sæti í Meistaradeild Evrópu.
Samkvæmt grein BBC um málið hefur Juventus nú komist að samkomulagi við ítölsk knattspyrnuyfirvörl um að greiða 718 þúsund evrur í sekt, en það samsvarar rúmlega 107,5 milljónum íslenskra króna. Samkomulagið felur í sér að Juventus hefur nú sæst á að taka á sig tíu stiga frádrátt, en ekki verður aðhafst meira í málinu.
Þá hafa nokkrir af þeim sem háttsettir voru innan félagsins þegar málið kom upp einnig verið sektaðir. Þar á meðal eru Pavel Nedved, fyrrverandi varaformann Juventus, og Fabio Paratici, fyrrverandi yfirmann íþróttamála.