Þungir dómar fyrir að streyma enska boltanum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:56 Mark Gould hlaut ellefu ára fangelsi. Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að streyma ólöglega leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Höfuðpaurinn Mark Gould fékk ellefu ára fangelsisdóm. Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu. Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu.
Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26