Synd að eina náttúrugripasýningin verði í skötulíki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 14:00 Finnur harmar hvernig er komið fyrir stofnuninni. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, óttast að starfsemi eina náttúrugripasafnsins á höfuðborgarsvæðinu verði í skötulíki eftir að öllu starfsfólki var sagt upp. Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur. Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur.
Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24