Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Árni Sæberg og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 26. maí 2023 19:59 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáir vondu veðri yfir hvítasunnuhelgina. Stöð 2 Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum. Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum.
Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Sjá meira