Ekki í skoðun að hækka skatta þeirra tekjuhærri Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2023 21:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kaupmátt þeirra tekjulægstu hafa aukist hvað mest. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki mega túlka hlutina þannig að tekjulágir hópar hafi verið skildir eftir þrátt fyrir að aðrir hafi það gott. Ekki sé í skoðun að hækka skatta á tekjuhærra fólk líkt og formaður Eflingar hefur lagt til. Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Erlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Erlent Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira
Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01