Toney veðjaði þrettán sinnum á tap félaga sinna Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 09:49 Ivan Toney fær ekki að spila fleiri leiki fyrir Brentford á þessu ári. Félagið auglýsir veðmálasíðu á treyjum sínum. Getty/Ryan Pierse Enska knattspyrnusambandið hefur nú greint nánar frá ástæðunum fyrir því að Ivan Toney, framherji Brentford og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Bannið var stytt eftir að Toney var greindur með veðmálafíkn. Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira