Toney veðjaði þrettán sinnum á tap félaga sinna Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 09:49 Ivan Toney fær ekki að spila fleiri leiki fyrir Brentford á þessu ári. Félagið auglýsir veðmálasíðu á treyjum sínum. Getty/Ryan Pierse Enska knattspyrnusambandið hefur nú greint nánar frá ástæðunum fyrir því að Ivan Toney, framherji Brentford og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Bannið var stytt eftir að Toney var greindur með veðmálafíkn. Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar. Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira