Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 07:37 Prigozhin hefur í fjölmiðlum verið kallaður „kokkur Pútíns“ en sagðist í viðtalinu ekki kunna að elda og að nær væri að kalla hann „slátrara Pútín“. AP „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. „Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31
Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49