Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 07:37 Prigozhin hefur í fjölmiðlum verið kallaður „kokkur Pútíns“ en sagðist í viðtalinu ekki kunna að elda og að nær væri að kalla hann „slátrara Pútín“. AP „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. „Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
„Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31
Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49