Man United tekur í kvöld á móti Chelsea í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Í síðustu leikjum hefur níðsöngvum um samkynhneigða verið beint að stuðningsfólki Chelsea.
Gerðist þetta í leik liðanna á Brúnni í Lundúnum fyrr á leiktíðinni og sagði Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, að slík hegðun ætti ekki heima á knattspyrnuvelli. Síðan þá hefur Manchester-liðið unnið með stuðningsfólki sínu til að koma í veg fyrir slíka hegðun.
Manchester United have written to season-ticket holders warning them against using homophobic chanting during their Premier League match against Chelsea.#MUFC | #PL https://t.co/ZSOzjQO383
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 24, 2023
Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að níðsöngvar í garð samkynhneigðra séu á lista yfir hluti sem brjóti gegn regluverki deildarinnar. Brjóti félög slíkar reglur gætu þau átt yfir höfði sér refsingu.
Þá hefur saksóknari bresku krúnunnar staðfest að um hatursorðræðu sé að ræða og því sé hægt að ákæra fólk fyrir slíka hegðun.
Man United er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 69 stig. Með sigri í kvöld fer liðið upp fyrir Newcastle United sem er sæti ofar þegar aðeins ein umferð er eftir. Chelsea er í 12. sæti með 43 stig.