West Ham ákvað nefnilega að gefa Chris Knoll, sem er kallaður „Knollsy“, miða á úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Prag 7. júní næstkomandi. Mótherjinn verður ítalska félagið Fiorentina.
'KNOLLSY' GETS TICKET TO WEST HAM EUROPEAN FINAL Hammers hero Chris 'Knollsy' Knoll fan who fought off hooligans trying to get into club's friends & family section at AZ Alkmaar has been given ticket to June 7 Conference League Final in Prague by West Ham. (via @DailyMailUK) pic.twitter.com/nEwm5yCgzj
— Men in Blazers (@MenInBlazers) May 23, 2023
Hetjudáðina vann hann á seinni undanúrslitaleik West Ham og hollenska liðsins AZ Alkmaar.
Hann varði þar fjölskyldur og vini leikmanna West Ham þegar ólátabullur úr röðum stuðningsmanna AZ Alkmaar reyndu að brjóta sér leið inn í þann hluta stúkunnar þar sem fólk tengt leikmönnum enska liðsins horfði á leikinn.
Það náðust myndir af honum eftir átökin, skyrtan var kannski rifin en hann var engu að síður brosandi.
„Ég er ekki hetja. Ég gerði bara það sem þurfti að gera. Það var líka annar maður sem var að verjast þeim. Ég er ekki hrifinn að svona bullum og varð bara að reyna að stoppa þá,“ sagði Chris Knoll við Daily Mail.
„Mér fannst besta vörnin vera að ráðast á þá. Það sást langa leið að þeir ætluðu að skapa vandræði og ég vildi passa upp á fólkið að baki mér,“ sagði Knoll.
West Ham United vs Leeds United 21/05/2023
— Gruppaof (@gruppaof_hools) May 21, 2023
Chris Knoll aka 'Knollsy', 58, received a standing ovation from his entire stand during the game against Leeds today. pic.twitter.com/MZebr0Hb57