Stefna að milljarða uppbyggingu á félagssvæði KA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2023 19:51 Eiríkur S. Jóhannsson, formaður KA og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, undirrituðu samning um uppbyggingunu KA svæðisins í dag. Akureyrarbær Undirritaður var samningur á milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) um uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði KA. Samningurinn er framhald af viljayfirlýsingu milli aðila sem var undirrituð í desember 2021. Áætlaður kostnaður við keppnisvöllinn, stúkumannvirkið og félags- og búningsaðstöðuna er rúmlega 2,6 milljarðar á núverandi verðlagi. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að útbúinn verði upphitaður aðalkeppnisvöllur með gervigrasi og 800 LUX flóðlýsingu og öðrum búnaði sem stenst leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) sem byggir á viðmiðunarreglum og kröfum leyfiskerfis Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Austan við keppnisvöllinn rís yfirbyggð stúka fyrir allt að 1.000 manns í sæti. Í stúkumannvirkinu verður áhaldageymsla fyrir félagssvæði KA, snyrtingar fyrir gesti, tæknirými fyrir keppnisvöll, æfingasalur, búningsklefi fyrir dómara, búningsklefi fyrir iðkendur/keppendur, aðstaða fyrir blaðamenn og söluafgreiðsla. Tölvuteiknuð mynd af uppfærðri stúku knattspyrnufélagsins. Akureyrarbær Á milli stúkumannvirkis og núverandi íþróttahúss verður reist um 1.600 fermetra félagsaðstaða sem hýsir meðal annars búningsklefa og júdósal. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma með anddyri á norður- og suðurhliðum húss sem tengir saman núverandi íþróttahús KA og nýtt stúkumannvirki við aðalvöll. Á jarðhæð félagsaðstöðunnar verða sex búningsklefar, afgreiðsla og móttaka, salerni, kaffistofa starfsmanna, stjórnun fyrir mannvirkið og velli, tæknirými og geymslur auk lyftu milli hæða. Á efri hæð er gert ráð fyrir júdósal í fullri stærð, snyrtingum, tæknirýmum, skrifstofu fyrir KA, tvískiptum félagssal og eldhúsi. Starfsemi KA fær nægt rými í nýju húsnæði. Akureyrarbær Frágangur teygir sig til ársins 2030 Í tilkynningunni kemur fram að verklok fyrir keppnisvöllinn séu áætluð í júlí 2023 en fyrir félagsaðstöðu og stúlku í árslok 2028. Frágangur á lóð félagssvæðisins teygir sig til ársins 2030. Framkvæmdirnar eru á vegum Akureyrarbæjar sem stendur straum af kostnaði við þær og teljast mannvirkin eign sveitarfélagsins að framkvæmdum loknum, að því er segir í tilkynningunni. KA tekur þátt í verkefninu með vinnu við ýmis verkefni sem tengjast innréttingu á efri hæð félagsaðstöðu auk kaupa á búnaði í eldhús og félagssal á sömu hæð. Sjá má samninginn hér. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma að svæðinu.Akureyrarbær Akureyri KA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að útbúinn verði upphitaður aðalkeppnisvöllur með gervigrasi og 800 LUX flóðlýsingu og öðrum búnaði sem stenst leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) sem byggir á viðmiðunarreglum og kröfum leyfiskerfis Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Austan við keppnisvöllinn rís yfirbyggð stúka fyrir allt að 1.000 manns í sæti. Í stúkumannvirkinu verður áhaldageymsla fyrir félagssvæði KA, snyrtingar fyrir gesti, tæknirými fyrir keppnisvöll, æfingasalur, búningsklefi fyrir dómara, búningsklefi fyrir iðkendur/keppendur, aðstaða fyrir blaðamenn og söluafgreiðsla. Tölvuteiknuð mynd af uppfærðri stúku knattspyrnufélagsins. Akureyrarbær Á milli stúkumannvirkis og núverandi íþróttahúss verður reist um 1.600 fermetra félagsaðstaða sem hýsir meðal annars búningsklefa og júdósal. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma með anddyri á norður- og suðurhliðum húss sem tengir saman núverandi íþróttahús KA og nýtt stúkumannvirki við aðalvöll. Á jarðhæð félagsaðstöðunnar verða sex búningsklefar, afgreiðsla og móttaka, salerni, kaffistofa starfsmanna, stjórnun fyrir mannvirkið og velli, tæknirými og geymslur auk lyftu milli hæða. Á efri hæð er gert ráð fyrir júdósal í fullri stærð, snyrtingum, tæknirýmum, skrifstofu fyrir KA, tvískiptum félagssal og eldhúsi. Starfsemi KA fær nægt rými í nýju húsnæði. Akureyrarbær Frágangur teygir sig til ársins 2030 Í tilkynningunni kemur fram að verklok fyrir keppnisvöllinn séu áætluð í júlí 2023 en fyrir félagsaðstöðu og stúlku í árslok 2028. Frágangur á lóð félagssvæðisins teygir sig til ársins 2030. Framkvæmdirnar eru á vegum Akureyrarbæjar sem stendur straum af kostnaði við þær og teljast mannvirkin eign sveitarfélagsins að framkvæmdum loknum, að því er segir í tilkynningunni. KA tekur þátt í verkefninu með vinnu við ýmis verkefni sem tengjast innréttingu á efri hæð félagsaðstöðu auk kaupa á búnaði í eldhús og félagssal á sömu hæð. Sjá má samninginn hér. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma að svæðinu.Akureyrarbær
Akureyri KA Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn