Mikill áhugi á kröftum Arnórs sem hefur farið á kostum Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 10:05 Arnór í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Næstu vikur hjá Arnóri Sigurðssyni verða fróðlegar. Mikill áhugi er á leikmanninum, sem hefur farið á kostum með IFK Norrköping í Svíþjóð á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskvu í Rússlandi. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“ Sænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“
Sænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira