Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 14:59 Reykur yfir Kartúm fyrr í mánuðinum. Getty/Ahmed Satti Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir. Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir.
Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33
Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41