Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 14:59 Reykur yfir Kartúm fyrr í mánuðinum. Getty/Ahmed Satti Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir. Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir.
Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33
Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41