Frá Feyenoord til Tottenham? Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 23:01 Arne Slot gæti tekið við sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Vísir/Getty Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum. Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“ Hollenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Tottenham hefur verið án knattspyrnustjóra síðan Antonio Conte hætti sem stjóri liðsins í mars. Christian Stellini, aðstoðarmaður Conte, tók við stjórnartaumunum fyrst um sinn en var síðan rekinn eftir slakt gengi liðsins. Ryan Mason hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum og mun gera það út tímabilið. Mauricio Pochettino var lengi vel orðaður við endurkomu til Spurs en sífellt líklegra verður að hann taki þess í stað við stjórn Chelsea sem sömuleiðis er í þjálfaraleit. Arne Slot on Tottenham links: I don t want to comment on my future now. If my next step is in the Netherlands, so I completely failed in the next few years . #THFCSlot, concrete option in Spurs list with Amorím and Luis Enrique. Priority: new director, then new coach. pic.twitter.com/VEqZu4o8F7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023 Einn heitasti kandídatinn í starf knattspyrnustjóra Tottenham er Hollendingurinn Arne Slot sem stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á tímabilinu en það er aðeins annar meistaratitill liðsins frá aldamótum. Forráðamenn Feyenoord eru smeykir um að Slot muni nú stíga frá borði og taka við Tottenham en Feyenoord vill halda Slot og eru tilbúnir að tvöfalda árslaun hans. Samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf er klásúla í samningi Slot sem gerir honum kleift að yfirgefa Feyenoord en sú klásúla virkist ekki fyrr en að næsta tímabili loknu. Það gæti þó hjálpað Tottenham í tilraunum þeirra að sannfæra forráðamenn hollenska liðsins að sleppa Slot. Segir að næsta starf verði erlendis Aðrir knattspyrnustjórar á lista Spurs eru Ange Postecoclu knattspyrnustjóri Celtic, Roberto De Zerbi sem hefur gert frábæra hluti með Brighton og Marco Silva stjóri Fulham. Þá hefur nafn Thomas Frank knattspyrnustjóra Brentford einnig verið nefnt til sögunnar. Sjálfur segir Slot að næsta starf hans verði utan landsteinanna. „Ég sækist eftir áskorunum, það var það sem ég gerði þegar ég fór frá AZ Alkmaar hingað til Feyenoord. Allir spurðu mig hvað ég væri að gera, að fara frá jafn góðu félagi og yfir í vandræði hér. Hér var áskorun og þess vegna er ég svo stoltur að geta sagt að við erum Hollandsmeistarar,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag. „Eðlilegt skref væri að fara erlendis og ég hef alltaf sagt að besta deildin í heiminum sé enska úrvalsdeildin. Hins vegar þegar við horfum til Ítalíu þá eru nokkur félög þar í úrslitum Evrópukeppna. Það eru fleiri lönd áhugaverð en enska úrvalsdeildin er stærsta deildin, það er á hreinu.“
Hollenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira