Milos ekki áfram hjá Rauðu Stjörnunni | Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 21:31 Milos Milojevic yfirgefur Rauðu Stjörnuna eftir tímabilið eftir að hafa verið við stjórnvölinn í eitt ár. Vísir/Getty Milos Milojevic fær ekki áframhaldandi samning sem þjáfari Rauðu Stjörnunnar í Serbíu þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til meistaratitils í ár. Milos gæti tekið við liði í Svíþjóð á nýjan leik. Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni. Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni.
Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira