Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK í dag en Ísak Bergmann byrjaði á varamannabekknum. FCK var sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn í dag enda liðið í efsta sæti deildarinnar en Álaborg í fallbaráttu.
Leikurinn í dag var þó jafn og spennandi. Staðan í hálfleik var 0-0 en í upphafi síðari hálfleiks kom Diogo Goncalves FCK í 1-0. Tíu mínútum síðar tókst Álaborg að jafna metin en eftir skoðun var markið dæmt af og staðan því enn 1-0.
Ísak Bergmann kom inn af bekknum á 89. mínútu fyrir Hákon Arnar sem skömmu áður hafði náð sér í gult spjald. FCK náði að sigla sigrinum heim og fögnuðu vel í leikslok.
FCK á því möguleika á að vinna tvöfalt á tímabilinu en liðið er með eins stigs forskot á FC Nordsjælland þegar þrjár umferðir eru eftir af úrslitakeppni deildarinnar.