Chelsea á toppinn þegar tvær umferðir eru eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 21:30 Dagný og stöllur áttu ekki mikla möguleika í kvöld. Zac Goodwin/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United. Einnig vann Arsenal 4-1 sigur á Everton. Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira